Staðan í Bárðarbungu þann 16-September

Þetta er staðan í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt.

Talsverð jarðskjálftavirkni er ennþá í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 5,2, en fleiri jarðskjálftar hafa orðið síðan þá en hingað til hafa þeir verið minni í stærð eða stærð þeirra hefur ekki fengist staðfest. Eins og staðan er núna þá dregur úr virkninni í Holuhrauni samkvæmt því sem hefur komið fram í fréttum um gang mála. Slíkt er eðlilegt í þeim rekatburðum sem núna eiga sér stað í Bárðarbungu, reikna má með nýjum eldgosum þar sem kvikuinnskotið er til staðar eða í sjálfri Bárðarbungu.

Óróinn er mjög svipaður í dag og síðustu daga, en ég er engu að síður að sjá vísbendingar um það að þrýstingur sé aftur farinn að aukast í kvikukerfi Bárðarbungu. Það eitt og sér eykur líkunar á nýjum eldgosum eins og ég nefni að ofan. Að öðru leiti er staðan óbreytt eftir því sem kemst næst.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem þarf.