Staðan í Bárðarbungu þann 29-September-2014

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 29-September-2014.

Yfirlit yfir stöðuna í Bárðarbungu þann 29-September-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 5,5 og var á 5,6 km dýpi. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 4,9 og var á 3,1 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar voru minni og stærsti jarðskjálftinn í dag fannst á Akureyri og nágrenni.
  • Vegna storms var ekki hægt að gera mælingar eða fylgjast með eldgosinu samkvæmt fréttum. Þar sem jarðvísindamenn komust ekki á svæðið vegna veðurs.
  • Eldgosið í Holuhrauni er búið að vara í næstum því mánuð núna.
  • Þann 29-Ágúst-2014 varð fyrsta eldgosið í Holuhrauni. Það varði aðeins í nokkrar klukkustundir og gaus á sama stað og hafði gosið áður árið 1797 í gamalli gígaröð sem þar er.
  • Vegna slæms veðurs mældust aðeins þeir jarðskjálftar sem náðu upp fyrir vindhávaðann í dag. Þetta var einnig staðan á jarðskjálftamælunum mínum í dag.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 44 ferkílómetrar að stærð, hversu mikið hraunið hefur stækkað í dag er ekki vitað almennilega vegna slæms veðurs.
  • Bárðarbunga heldur áfram að síga með svipuðum hætti og hefur verið síðan þetta ferli hófst þann 16-Ágúst-2014.
  • Engar frekari upplýsingar um stöðu eldgossins eftir því sem ég kemst næst.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.