Minniháttar jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (2-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 3,3. Þetta er eingöngu jarðskjálftahrina og það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt kviku.

141002_2115
Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu í dag (2-Október-2014). Jarðskjálftahrinan er lengst til hægri á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði, þar sem þarna er þverbrotabelti sem er oft mjög virkt. Ég veit ekki hvort að þarna muni fleiri jarðskjálftar eiga sér stað en hafa átt sér stað nú þegar.