Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu um helgina

Um helgina var minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina gekk yfir á nokkrum klukkutímum og síðan þá hefur verið rólegt í Kötlu.

141012_1250
Jarðskjálftavirknin í Kötlu um síðustu helgi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,2 og varð talsvert fyrir utan aðal-jarðskjálftahrinuna. Ég er ekki viss um afhverju það gerðist.