Staðan í Bárðarbungu þann 15-Október-2014

Í dag (15-Október-2014) varð ekki mikil breyting á stöðunni frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,4 og fannst vel á Akureyri. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Ég hef ekki frétt að neinum breytingum á eldgosinu í Holuhrauni sem heldur áfram eftir því sem ég best veit, og ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu sé að ljúka. Við jarðskjálftann þá lækkaði askja Bárðarbungu um rúmlega 15 sm.

141015_2255
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að það séu ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu eins og er, það er alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi og því held ég áfram að skrifa um það litla sem þó gerist. Sá stöðugleiki sem er í eldgosinu og í virkninni í Bárðarbungu er blekkjandi, þar sem að þetta getur allt saman breyst án nokkurs fyrirvara.

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá hægt að hlusta á jarðskjálftann sem varð í dag (15-Október-2014) sem ég mældi. Ég breytti þeim gögnum sem ég hef um jarðskjálftann í hljóðskrár frá þeim tveim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þetta er ekki langur hljóðbútur, rétt um 3 sekúndur hver þeirra. Þessir hljóðbútar eru undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum.
141015.111600.bhrzZ

Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð.
141015.111607.hkbzZ