Aukin hætta á eldgosi í Tungnafellsjökli

Það er mín skoðun að eins og er þá er aukin hætta á eldgosi í Tungnafellsjökli. Þessi eldstöð er ekki tengd Bárðarbungu á nokkurn hátt. Aukin jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli er að einhverju leiti tengd virkninni í Bárðarbungu vegna þeirra spennubreytinga sem sigið í öskju Bárðarbungu er að valda. Það er hugmyndin um það sem er að gerast núna á þessu svæði.

141017_1550
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli sem er hérna til vinstri á myndinni við Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þó svo að líkunar á eldgosi hafi aukist í Tungnafellsjökli, þá er ekki víst að eldgos muni eiga sér stað þó svo að kvika streymi inn í Tungnafellsjökuli af miklu dýpi. Það hefur aldrei gosið á sögulegum tíma í Tungnafellsjökli, og vegna þess er ekki hægt að segja til um það hvernig eldstöðin mun haga sér eða hvað mun gerast. Sú kvika sem kemur inn í Tungnafellsjökul kemur upp um sitt eigið kerfi af miklu dýpi og er það kerfi alveg óháð Bárðarbungu og því sem er að gerast þar, fyrir utan þau áhrif sem stressbreytingar í jarðskorpunni eru að hafa á Tungafellsjökul. Hættan á eldgosi getur lækkað aftur ef það dregur aftur úr virkninni og ég endurtek að það er ekki víst að það muni gjósa í Tungnafellsjökli, þó svo að hættan á eldgosi hafi aukist núna, hugsanlega tímabundið. Hjá Veðurstofunni hefur Tungnafellsjökull ennþá græna stöðu, eins og hægt er að sjá hérna.