Staðan í Bárðarbungu föstudaginn 17-Október-2014

Í dag (17-Október-2014) náði Bárðarbunga þeim áfanga að hafa gosið stærsta eldgosi á Íslandi síðan í Skaftáreldunum sem áttu sér stað árin 1783 til 1784. Hraunið í Holuhrauni er núna orðið stærra en það hraun sem Hekla gaus árið 1947 í rúmlega 13 mánaða eldgosi. Stærð þess hrauns er 0,8 km³. Stærð hraunsins í Holuhrauni er núna orðin meiri en 59 ferkílómetrar að stærð og það er orðið meira en 0,83 km³ að magni samkvæmt Háskóla Íslands og Twitter skilaboðum þeirra um þetta.

141017_2100
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftar dagsins voru með stærðina 4,4 og 4,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni og enginn jarðskjálfti náði stærðinni 5,0 í dag. Það var ekki mikil breyting í eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt vísindamönnum á svæðinu, þó hefur eldgosið verið að losa óvenjumikið gas síðasta sólarhringinn samkvæmt mælingum. Engar stórar breytingar er að sjá á GPS mælingum á svæðinu, hægt er að skoða GPS mælinganar hérna. Nýjar myndir af eldgosinu er einnig hægt að sjá hérna á vefsíðu mbl.is. Ef rólegt verður um helgina þá mun næsta uppfærsla um Bárðarbungu koma á Mánudaginn. Ef eitthvað gerist þá mun ég annað hvort skrifa nýja grein eða uppfæra þessa hérna grein.