Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 31-Október-2014

Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 31-Október-2014.

Það hefur ekki mikið breyst í Bárðarbungu síðan á Miðvikudaginn (29-Október-2014). Jarðskjálftavirkni er með svipuðum hætti og hefur verið síðustu tvo mánuði. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í GPS gögnum undanfarið. Samkvæmt síðustu fréttum þá hefur eldgosið í Holuhrauni ekki breyst neitt síðan á Miðvikudaginn, nýja hraunið er núna í kringum 65 ferkílómetrar að stærð samkvæmt síðustu mælingu vísindamanna.

141031_2105
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana hafa verið með stærðina 5,3 og 5,2. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Það er enga breytingu að sjá í virkni Bárðarbungu og askjan heldur áfram að síga um 40 sm á dag. Samkvæmt fréttum þá er magn af brennisteinsdíoxíði sem kemur upp í eldgosinu 20,000 til 40,000 tonn á dag í eldgosinu í Holuhrauni. Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu í Holuhrauni. Ég hef ekki heyrt neinar frekari fréttir af virkninni í Bárðarbungu núna.