Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 07-Nóvember-2014

Slæmt veður veldur því að ekki er hægt að fylgjast almennilega með eldgosinu í Bárðarbungu. Upplýsingar um stöðu mála eru því takmarkaðar á þessari stundu.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu eins og hefur verið síðustu tvo mánuði. Stærsti jarðskjálftinn í morgun klukkan 07:11 var með stærðina 5,4 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Vegna slæms veðurs hefur ekki verið hægt að fylgjast með gangi eldgossins í Holuhrauni og færri jarðskjálftar hafa mælst að auki vegna þess.

141107_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS mælingar sýna það að sigið í Bárðarbungu er með sama hætti og síðustu tvo mánuði. Það sem hefur hinsvegar breyst er að stærra svæði í Bárðarbungu er núna að síga, það bendir til þess að eldgosið í Holuhrauni sé farið að tæma önnur kvikuinnskot og mögulega syllur inn í Bárðarbungu. Frekari upplýsingar um þetta er að finna í skýrslu Almannavarna og Veðurstofu Íslands hérna.

Engar breytingar hafa átt sér á eldgosinu í Holuhrauni eftir því sem ég kemst næst. Vegna veðurs þá hefur ekkert sést til eldgossins í vefmyndavélum Mílu í allan dag. Vegna veðurs þá eru heldur ekki neinir vísindamenn að störfum í Holuhrauni. Fyrir utan þá þetta, þá er ekki neinar aðrar fréttir af eldgosinu í Bárðarbungu eftir því sem kemst næst.