Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 10-Nóvember-2014

Það hefur lítið breyst í Holuhrauni síðan á Föstudaginn 07-Nóvember-2014. Stærð hraunsins í Holuhrauni er núna í kringum 70 ferkílómetrar og það stækkar á hverjum degi. Ég veit ekki heildarmagn hraunsins í dag, en síðustu útreikningar sem ég sá sýndu að hraunið er núna rúmlega 1,0 km³, en þeir útreikningar eru orðnir rúmlega mánaðargamlir. Það er því öruggt að magn hrauns í Holuhrauni er orðið talsvert meira en síðustu tölur sýndu.

141110_2055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem varð um helgina var með stærðina 5,2. Það voru hinsvegar fjöldinn allur af jarðskjálftum sem voru stærri en 3,0 um helgina eins og hefur verið síðustu tvo mánuði. Jarðskorpan í Bárðarbungu er núna orðin mjög sprungin, það þýðir að jarðhiti á mjög greiða leið upp á yfirborðið. Þetta mun þýða aukningu í jarðhita í Bárðarbungu og aukna virkni í eldri hverum sem eru undir jökli. Það er ekki að sjá neina stóra breytingu í virkninni í Bárðarbungu síðustu dagana frekar en undanfarna tvo mánuði.