Staðan í Bárðarbungu Miðvikudaginn 19-Nóvember-2014

Þetta verður stutt uppfærsla á stöðu mála.

Lítið hefur breyst í eldgosinu í Holuhrauni síðan á Mánudaginn. Það hefur hinsvegar verið sagt frá því í fréttum að líklega er að verða aukning á brennisteinsdíoxíði í eldgosinu. Það bendir til þess að kvikan í eldgosinu sé orðin frumstæðari og komin dýpra að í eldgosinu. Stærð hraunsins er núna í kringum 72 – 74 ferkílómetrar, en ég hef ekki heyrt neinar nýjar tölur um stærð hraunsins síðustu daga og er því ekki viss um hvaða tala er rétt. Ný mynd af gígnum sem núna gýs úr sýnir ekki neina breytingu á eldgosinu eða útflæði hrauns.

141119_2030
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Engir jarðskjálftar stærri en fimm hafa átt sér stað síðan á Sunnudaginn, það gæti þó breyst án fyrirvara þar sem slíkir jarðskjálftar verða reglulega. Jarðskjálftum með stærðina 5,0 eða stærri hefur fækkað undanfarið, en það gæti aðeins verið tímabundin breyting.

Vegna flutnings til Íslands

Þar sem ég verð að flytja til Íslands í Desember þá munu uppfærslur á stöðu mála í Bárðarbungu falla niður eftirtalda daga.

3-Desember. Ekki er víst að uppfærsla muni verða skrifuð þennan dag.
5-Desember. Engin uppfærsla.
8-Desember. Engin uppfærsla.
10-Desember. Engin uppfærsla.
12-Desember. Engin uppfærsla reikna ég með.
15-Desember. Engin uppfærsla reikna ég með.
17-Desember. Ef ég verð kominn með tölvuna mína þennan dag. Þá mun ég skrifa uppfærslu.
19-Desember. ???

Áætlun varðandi uppfærslur um Jólin verða settar síðar hingað inn.

Ég mun setja inn upplýsingar varðandi PayPal seint í Desember-2014 eða snemma í Janúar-2015.