Staðan í Bárðarbungu þann 9-Desember-2014

Þetta er örstutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

  • Eldgosið í Bárðarbungu er núna búið að vara í 100 daga.
  • Stærð hraunsins er í kringum 77 – 80 km² að stærð. Magn hraunsins er núna í kringum 1,0 km³ eða stærra en það (það er ekki víst að ég hafi nýjustu tölunar eins og stendur).
  • Það hefur orðið fækkun í jarðskjálftum með stærðina 5,0 og það er einnig orðið lengra á milli þeirra eins og staðan er núna.
  • Sig öskju Bárðarbungu er núna orðið meira en 50 metrar samkvæmt nýjustu mælingum.

Vegna flutnings þá hef ég ekki möguleika á að skrifa lengri grein um stöðu mála í Bárðarbungu. Vegna veðurs þá kemst ég ekki norður á Hvammstanga fyrr en á Föstudaginn (eins og veðurspáin er núna).