Staðan í Bárðarbungu þann 16-Desember-2014

Hérna er stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Í gær (15-Desember-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin minnkaði í Bárðarbungu í kjölfarið, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á ný síðustu klukkutíma í Bárðarbungu.

141216_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er ennþá með svipuðum hætti og undanfarið. Síðustu daga hafa færri jarðskjálftar mælst vegna slæms veðurs á Íslandi undanfarið. Þetta slæma veður veldur því að illa gengur að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér stað í Bárðarbungu. Ekki hefur verið hægt að fara að Holuhrauni vegna veðurs og því eru ekki neinar nýjar mælingar til af stöðu mála í Holuhrauni (eftir því sem ég best veit). Ég hef ekki getað fylgst með vefmyndavélum þar sem ferðavélin mín ræður ekki við það.

Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,2, það er ekki að sjá að neina aðra virkni í Tungafellsjökli á þessari stundu.