Staðan í Bárðarbungu þann 22-Desember-2014

Hérna er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

 • Eldgosið í Holuhrauni hefur núna varað í næstum því fjóra mánuði. Það þýðir að eldgosið í Holuhrauni er eitt lengsta eldgos á Íslandi í mjög mörg ár. Þetta gæti jafnvel verið lengsta eldgos á Íslandi síðan á 19 öldinni.
 • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 80 ferkílómetrar (km²) að stærð. Hraunið rennur núna neðanjarðar og brýst fram á jöðrunum og einstaka sinnum á fram á yfirborðinu.
 • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í Bárðarbungu og hefur verið. Vegna veðurs hafa litlir jarðskjálftar sést illa á nálægum SIL stöðvum, einnig sem að margar SIL stöðvar eru niðri vegna snjóa og veðurs.
 • Hægt hefur á sigi í Bárðarbungu, það er hinsvegar ekki hætt eins og staða mála er í dag, heldur hefur aðeins dregið úr siginu eins og stendur. Á sama tíma hefur einnig dregið úr fjölda stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu.
 • Það eru engin merki um það að eldgosinu í Holuhrauni sé að fara að ljúka fljótlega og það er ljóst að þetta eldgos getur haldið áfram í marga mánuði í viðbót, jafnvel í nokkur ár ef þetta verður mjög langdregið eldgos.

Aðrar fréttir af eldgosinu í Bárðarbungu

 • Jarðvísindamenn eru orðnir leiðir á fundum um stöðu mála í Bárðarbungu. Enda hafa verið haldnir í kringum 80 fundnir um gang eldgossins í Bárðarbungu nú þegar.
 • Jarðvísindamenn munu halda áfram að fylgjast með eldgosinu í Bárðarbungu og munu halda áfram að mæta á fundi. Jafnvel þó svo að þeir séu orðnir frekar leiðir á öllum þessum fundum.
 • Lögreglan er með vakt í Drekagili. Þar eru núna tveir lögreglumenn, jafnvel þó svo að enginn fari þarna um vegna ófærðar og veðurs. Jarðvísindamenn fara ekki þarna um þessa dagana vegna ófærðar og veðurs.

Staðan í Tungafellsjökli

 • Nýjustu fréttir benda til þess að kvikuinnskot sé núna að eiga sér stað í Tungafellsjökli.
 • Ef þetta kvikuinnskot í Tungafellsjökli leiðir til eldgoss þá er talið að það eldgos verði ekki stærra en eldgosið í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli.
 • Það má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli.

Jarðskjálftamynd af síðustu 48 klukkutímum

141222_2150
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fréttir af Bárðarbungu

Lögreglumenn eru einir í Drekagili (Rúv.is)
Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu (Vísir.is)
Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands (Vísir.is)

Uppfærslur um jólin

Næstu uppfærslur um stöðuna í Bárðarbungu verða 27-Desember-2014 og síðan 29-Desember-2014.

Annað

Ég mun færa Paypal til Íslands á morgun. Af þessum sökum verður það ekki aðgengilegt næstu daga. Það er hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig beint. Upplýsingar um hvernig á að gera það er að finna hérna.