Ný jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli

Ný jarðskjálftahrina hófst í Tungafellsjökli í dag (13-Janúar-2015). Flestir jarðskjálftarnir eiga sér stað á 13 km dýpi en þeir ná alveg upp á rúmlega 2 km dýpi eftir því sem ég best sé.

150113_2025
Jarðskjálftavirknin í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu veit ég ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er að aukast eða minnka. Þó er ljóst að á þessari stundu er jarðskjálftavirknin stöðug eins og stendur. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið síðan þessi jarðskjálftahrina hófst var með stærðina 3,1. Það eru líkur á því að frekari stórir jarðskjálftar muni eiga sér stað í Tungafellsjökli. Hluti af þessari jarðskjálftavirkni á upptök sín í þeim spennubreytingum sem Bárðarbunga er að valda núna í nágrenni við sig. Þetta er hinsvegar bara hálf sagan, þar sem á árinu 2013 hófst jarðskjálftavirkni á miklu dýpi í Tungafellsjökli og þá urðu jarðskjálftar á 20 til 30 km dýpi. Þetta bendir til þess að kvika hafi verið farin að streyma undir Tungafellsjökul á þessum tíma. Það er ekki hægt að útiloka eldgos muni hefjast í Tungafellsjökli á eins og stendur.

Eldri greinar um Tungafellsjökul

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli (jonfr.com, 2013)