Staðan í Bárðarbungu þann 23-Janúar-2015

Núverandi virkni í Bárðarbungu er með svipuðu móti og hefur verið. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og hefur verið, þó er kraftur eldgossins minni núna en var fyrir tíu dögum síðan samkvæmt fréttum. Það kemur ekki á óvart, þar sem síðasta eldgos sem var með þessum hætti í Bárðarbungu var aðeins í átta mánuði, það eldgos myndaði Tröllagíga. Flæði hrauns úr gígnum núna er í kringum 60m³/sek samkvæmt síðustu fréttum. Það kom einnig fram í fréttum að sigkatlar í Bárðarbungu hafa verið að dýpka undanfarnar vikur. Það bendir til þess að kvika sé kominn mjög grunnt upp í jarðskorpuna, þá helst minna en á tveggja kílómetra dýpi, helst á eins kílómetra dýpi. Þetta gæti verið mögulegt ástæða þess afhverju það er farið að draga svona úr eldgosinu í Holuhrauni, þar sem það er möguleiki á því að kvikan hafi fundið beinni leið upp á yfirborðið. Kvikan í Bárðarbungu virðist vera að koma af miklu dýpi og það er vandamál, þar sem erfiðara er að segja til um kvikuhólfið sem þessi kvika kemur frá. Þar sem mjög erfitt að fylgjast með djúpum kvikuhólfum, það er hægt að fylgjast með grunnum kvikuhólfum vegna þeirrar jarðskjálftavirkni sem þau valda. Í kvikuhólfum sem eru á meira en 20 km dýpi vantar oft jarðskjálftavirknina og það gerir næstum því vonlaust að fylgjast með þeim.

dyn.svd.23.01.2015.at.18.43.utc
Óróinn í eldgosinu í Holuhrauni síðustu daga. Þegar óróinn fellur, þá er það merki um að eldgosið hafi minnkað í stuttan tíma. Mjög miklar sveiflur eru núna í eldgosinu (samkvæmt minni skoðun) og líklegt að gosstrókar sem hafa stundum verið hafi hætt í stuttan tíma stundum. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150123_2010
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í Bárðarbungu og hefur verið. Það eru komnir fimmtán dagar síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 og stærri átti sér stað í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni telst ennþá vera mjög há í Bárðarbungu núna. Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið að minnka síðan í Ágúst-2014, þegar jarðskjálftavirknin var í hámarki með rúmlega 12.000 jarðskjálfta á viku (í kringum 3000 jarðskjálfta á dag).

Landrekið sem er að eiga sér stað

Þegar eldgosið í Holuhrauni endar, þá þýðir það bara að eldgosinu í Holuhrauni er lokið. Landrekið sem þarna á sér stað núna mun halda áfram mun lengur en sem nemur eldgosinu í Holuhrauni. Þau reiknilíkön sem ég er með í huganum (þar sem ég á ekki ofurtölvu) benda til þess að landrekið geti færst suður með eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta, en þau gögn (sprungur í jörðinni sunnan við Bárðarbungu á undanförnum árum) sem eru til benda til þess að mjög stórt svæði muni færast til á næstu árum. Þessi rekfærsla mun valda því að eldgos munu eiga sér stað, bæði löng og stutt á frekar stóru svæði. Hluti af þessu svæði er undir jökli (Vatnajökli) og það mun valda jökulflóðum. Þessi jökulflóð munu skemma allt sem á vegi þeirra verður.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta landrek mun vara. Eldri landreks hrynur benda til þess að þær vari í rúmlega 5 til 10 ár. Stundum styttra og stundum lengra, þar sem það veltur á því hversu langt er á milli þess sem landrek á sér stað á þessu svæði. Síðasta landrek á þessu svæði varð líklega fyrir rúmlega 100 árum síðan í hluta kerfisins. Ég veit þetta ekki fyrir víst, en þetta er það sem gögnin benda til.

Fréttir af eldgosinu

Mik­il virkni enn í Bárðarbungu (mbl.is)
Dregið hefur úr virkni gossins á yfirborði (Vísir.is)
Gosinu í Holuhrauni gæti lokið á næstu vikum(Vísir.is)

Styrkir

Ég er ennþá að bíða eftir því að PayPal aflétti takmörkunum af nýjum aðgangi mínum hjá þeim. Þangað til bendi ég fólki á að hægt er að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig í heimabankanum. Bankaupplýsingar er að finna á síðunni „Styrkir“. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að versla í gegnum Amazon auglýsinganar hérna á vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂