Staðan í Bárðarbungu þann 27-Janúar-2015

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram eins og það hefur verið að gera undanfarið. Það er ekki mikil breyting á eldgosinu frá síðustu uppfærslu. Það hefur hinsvegar dregið hægt og rólega úr eldgosinu á undanförnum vikum. Það eru flóknar ástæða fyrir því afhverju það er að draga úr eldgosinu. Þetta eldgos mun hinsvegar enda einn daginn. Stærð hraunsins er óljós þessa stundina, magn þess hrauns sem hefur komið upp núna er í kringum 1,4 km³ (rúmkílómetri) samkvæmt síðustu fréttum. Sigkatlar í Vatnajökli sem situr ofan á Bárðarbungu hafa verið að dýpka undanfarnar vikur. Þetta þýðir að hveravirkni er að aukast á þessum svæðum þar sem þessi katlar eru að koma fram, það þýðir einnig að kvika er kominn mjög grunnt á þetta svæði í öskjubarmi Bárðarbungu. Þetta bendir einnig til þess að magn þeirrar kviku sem er þarna á grunnu dýpi er líklega að aukast. Hvort að þarna verður eldgos eða ekki er óljóst á þessari stundu, en það eru meiri líkur til þess en minni að þarna verði eldgos.

150127_2035
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu 48 klukkutíma hefur verið minna um jarðskjálfta í Bárðarbungu en á sama tíma í síðustu viku. Það eru toppar og lægðir í jarðskjálftavirkninni, einn daginn er mikið um jarðskjálfta, aðra daga fækkar jarðskjálftum mjög mikið. Síðan hefur einnig slæmt veður komið í veg fyrir að jarðskjálftar hafi verið að mælast almennilega undanfarið.

Síðustu viku voru jarðvísindamenn með mælingar á gasi nálægt eldgosinu í Holuhrauni. SO² er ennþá vandamál þar sem það blæs undan vindi.

Fréttir af eldgosinu í Holuhrauni

Til marks um hve hættulegt svæðið er (Rúv.is)
Rannsaka gas við Holuhraun (Rúv.is, Myndband)