Staðan í Bárðarbungu þann 6-Febrúar-2015

Þessi grein verður aðeins styttri hjá mér vegna þess að ég er veikur (ég er frekar slæmt kvef).

  • Síðustu tvær vikur hefur sést mikil breyting á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunmagnið í gígnum hefur lækkað umtalsvert.
  • Jarðskjálftum heldur áfram að fækka í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni er engu að síður ennþá mjög mikil í Bárðarbungu samkvæmt skilgreiningunni.
  • GPS gögn sýna það að land heldur áfram að síga í áttina að Bárðarbungu.
  • Eldgosinu líkur kannski ekki fyrr en eftir 5 til 12 mánuði. Þó er hugsanlegt að eldgosið muni halda áfram í mörg ár með mjög litlu hraunflæði. Það er engin leið til þess að vera viss um hvað gerist.
  • Mengun af völdum Brennisteinsdíóxíð heldur áfram að vera vandamál á Íslandi eftir því hvert vindar blása hverju sinni. Gígurinn í Holuhrauni heldur áfram að losa frá 30.000 tonnum á dag og upp í 80.000 tonnum á dag.

 

150206_1740
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 4,9 og átti hann upptök sín í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það núna liðinn einn mánuður síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 eða stærri varð í Bárðarbungu.

Styrkir: Ég vonast til þess að PayPal takkinn komi aftur í næstu viku. Annars er hægt að styrkja mig með því að kaupa vörur af Amazon eða með því að leggja beint inn á mig. Upplýsingar um það hvernig á að leggja bein inn á mig er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.