Jarðskjálfti með stærðina 7,1(USGS) suður af Reykjaneshrygg

Klukkan 18:59 í dag (13-Febrúar-2015) varð jarðskjálfti með stærðina 7,1 (USGS) sunnan við Reykjaneshrygg. Samkvæmt EMSC var þessi jarðskjálfti með stærðina 6,8 (tengill). Þessi jarðskjálfti átti sér stað 1401 km suður af Reykjavík.

427196.regional.svd.13.02.2015
Staðsetning jarðskjálftans, stærð þessa jarðskjálfta var 7,1. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir EMSC.

Nokkrir forskjálftar áttu sér stað áður en stóri jarðskjálftinn varð. Þeir voru með stærðina 5,3 og 4,9 (sjálfvirk mæling). Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 5,3 (sjálfvirk mæling). Þar sem þessir jarðskjálftar áttu sér stað mjög langt frá landi þá ollu þeir ekki neinum skemmdum og enginn fann fyrir þeim. Búast má við frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu daga og vikur.