Vikuleg uppfærsla fyrir Bárðarbungu þann 18-Febrúar-2015

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Holuhrauni frá síðustu viku. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af litlu afli eftir því sem ég kemst næst. Slæmt veður kemur í veg fyrir að vísindamenn komist að eldstöðinni í Holuhrauni síðustu daga eins og staðan er núna. Það er ennþá mjög mikil virkni í Bárðarbungu og sig heldur þar áfram.

150218_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 4,1 og átti hann sér stað þann 18-Febrúar-2014 klukkan 14:18. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á því að nýjir gígar muni opnast þar sem kvikuinnskotið er þegar eldgosinu í Holuhrauni líkur. Það virðast vera nokkrir veikir punktar að myndast í kvikuinnskotinu, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni (þétt jarðskjálftavirkni á nokkrum svæðum) sem er að koma fram núna. Það er einnig hætta á því að þetta gerist áður en eldgosinu í Holuhrauni líkur, ef að þrýstingur er nægur innan kvikuinnskotsins til þess að koma af stað eldgosi á nýjum stað.

Fréttaútskýring um eldgosið í Bárðarbungu

Hérna er fréttaútskýring á langtímahorfum á eldgosinu í Bárðarbungu og Holuhrauni. Það er möguleiki á því að eldgosahrinunni í Bárðarbungu ljúki ekki fyrr en árið 2026 í seinasta lagi.

Gliðnunargos standa oft lengi (Rúv.is)