Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (21-Febrúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálfti var grunnur og var með stærðina 3,3. Þessi jarðskjálfti átti sér stað þar sem varð lítið eldgos árið 1999.

150221_2245
Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Græna stjarnan er staðsetning jarðskjálftans með stærðina 3,3. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur jarðskjálftahrina átti sér einnig stað í Kötlu í austur hluta öskjunnar. Sú jarðskjálftahrina átti sér stað ekki langt frá þeim stað þar sem lítið eldgos varð í Júlí-2011. Flestir af þeim jarðskjálftum sem átti sér stað þarna voru á miklu dýpi. Jarðskjálftinn sem varð á mestu dýpi hafði dýpið 19,9 km. Á þessu dýpi verða jarðskjálftar vegna breytinga á þrýstingi kviku eða vegna þess að lítið kvikuinnskot hefur átt sér stað í kvikuhólfi Kötlu. Enginn órói mældist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess eitthvað sé að fara að gerast í Kötlu.