Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (19-Mars-2015) klukkan 15:24 átti sér stað lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftahrina boði frekari virkni á Reykjaneshrygg á næstunni.

150319_2130
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 19-Mars-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og voru aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu minni. Síðasta jarðskjálftahrina á þessu svæði átti sér stað þann 3-Mars-2015 og skrifaði ég um hana hérna.