Lítil jarðskjálftahrina nærri Eldeyjardrangi á Reykjaneshrygg

Í nótt (21-Mars-2015) varð lítil jarðskjálftahrina við Eldeyjardranga á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 en aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þarna voru minni. Í heildina urðu rúmlega 30 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.

150321_1925
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg við Eldeyjardranga. Græna stjarnan sýnir hvar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum. Það er ekki hægt að vita hvort að þarna muni fleiri jarðskjálftar eiga sér stað á næstunni.