Jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í dag (31-Mars-2015) var jarðskjálftahrina í Krísuvík. Það mældust rúmlega 27 jarðskjálftar í dag samkvæmt mælingu Veðurstofunnar.

150331_2225
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík þann 31-Mars-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni. Það virðist sem að þetta sé ekkert annað en jarðskjálftahrina í jarðskorpunni í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til kvikuhreyfinga á þessu svæði eins og stendur. Á undanförnum árum hefur eldstöðin í Krísuvík verið að þenja sig út og skreppa saman á víxl. Þegar slíkar breytingar eiga sér stað þá hefur það komið af stað jarðskjálftahrinum í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Krísuvík.