Djúpir jarðskjálftar mælast í Kötlu

Í gær (23-Apríl-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Eins og stendur þá hafa eingöngu sex jarðskjálftar mælst. Mesta dýpi sem mældist var 26,6 km og stærsti jarðskjálftinn sem komu fram voru með stærðina 2,2.

150424_1245
Jarðskjálftarnir í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á þessu dýpi er sjaldnast vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Á þessu dýpi er oftar um að ræða kvikuhreyfingar eða þrýstibreytingar á kvikunni sem er á þessu dýpi. Það er vonlaust að vita nákvæmlega hvað er að gerast í Kötlu á þessari stundu. Það mældust ekki neinn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftum og á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að virkin sé að fara að aukast í Kötlu.