Kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í dag (30-Apríl-2015) varð lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot var lítið og lítur út fyrir að vera lokið núna. Þetta sýnir að ennþá er talsverð virkni í Bárðarbungu þó svo að eldgosinu í Holuhrauni hafi lokið fyrir talsverðu síðan.

150430_1845
Kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Það eru þrír jarðskjálftar sem eru appelsínugulir og síðan einn rauður depill á myndinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þeirri jarðskjálftahrinu sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var með stærðina 2,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 17 km og upp að 5,3 km. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta kvikuinnskot hafi náð til yfirborðs og enginn órói kom fram þegar kvikuinnskotið átti sér stað. Það er hætta á frekari kvikuinnskotum í Bárðarbungu á næstu mánuðum og árum. Önnur jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin seig 62 metra þegar eldgosið í Holuhrauni átti sér stað og það hefur breytt spennunni í jarðskorpunni á þessu svæði. Sú rekhrina sem er hafin á þessu svæði er ekki lokið, þó svo að ekkert eldgos sé núna að eiga sér stað í Bárðarbungu.