Viðvörun frá Almannavörnum vegna niðurdælingar á vatni í Henglinum

Í gær (19-Maí-2015) sendu Almannavarnir frá sér viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftahættu í Henglinum. Þetta gerist þegar afgangsvatni er dælt niður í jörðina. Það veldur þrýstibreytingum í jarðskorpunni á þessu svæði sem síðan veldur jarðskjálftum. Það er hætta á jarðskjálftum með stærðina 4,5 og stærri. Niðurdælingu mun líklega ljúka þann 19-Júní-2015.

Fréttir af þessu

Vara við jarðskjálftum á Hengilssvæðinu (Rúv.is)
Niðurdæling vegna hitamengunar að hefjast (Rúv.is)