Sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær varð (29-Maí-2015) sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,0. Það varð einnig minni jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krísuvík.

150529_2235
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftana með stærðina 4,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni, samtals mældust 97 jarðskjálftar í þessari hrinu. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Krýsuvík vegna þess að undanfarin ár hefur eldstöðin verið að þenja sig út og minnka til skiptis. Ég veit ekki hvort að það var tilfellið núna þar sem jarðskjálftahrinur vegna reks á svæðinu eru einnig mjög algengar á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg.

hkbz.svd.30.05.2015.at.01.21.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir CC leyfi. Vinsamlegast lesið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.