Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (11-Júní-2015)

Aðfaranótt 11-Júní-2015 varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta varð meðalstór jarðskjálftahrina það hafa mælst 151 jarðskjálfti núna.

150611_1900
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,9, annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili, þó er mögulegt að jarðskjálftahrinan taki upp aftur eftir nokkra daga eða vikur af fullum krafti. Þar sem jarðskjálftahrinur á Reykjaneshryggnum hefjast rólega og vara síðan í nokkra daga til vikur.

hkbz.svd.11.06.2015.at.16.10.utc
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshryggnum kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð á suðurlandinu. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 koma vel fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Minni jarðskjálftar sjást ekki vel eða alls ekki.