Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í kvöld (30-Júní-2015) um klukkan 21:00 hófst kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn hingað til hafði stærðina 4,2 en sá jarðskjálfti hefur ekki verið yfirfarinn eins og stendur og því mun stærð hans breytast við yfirferð.

150630_2240
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Það er ekki búið að yfirfara þessa jarðskjálftavirkni hjá Veðurstofunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150630_2240_trace
Jarðskjálftahrinan er mjög öflug eins og sést á þessum upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftahrinunni á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð hérna.