Róleg vika 32 á Íslandi

Vika 32 hefur verið róleg í jarðskjálftum á Íslandi. Engar jarðskjálftahrinur hafa orðið og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa allir verið undir stærðinni 3,0.

150809_2235
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheit eru hefðbundin á Íslandi og geta varað í nokkrar vikur í einu, svona rólegheit vara hinsvegar yfirleitt aldrei lengi á Íslandi. Líklegast er að næstu jarðskjálftahrinur verði á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu og á Reykjaneshrygg. Önnur svæði virðast vera róleg á Íslandi.