Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (17-Ágúst-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur sést áður í sumar og hefur verið í gangi í nokkur ár núna. Ástæðan fyrir þessum djúpu jarðskjálftum í Kötlu er sú að kvika er á ferðinni í kvikuhólfi eldstöðvarinnar á miklu dýpi.

150817_2320
Jarðskjálftar í Kötlu, jarðskjálftahrinan er þar sem hnappur jarðskjálfta á sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 27 – 18 km. Það þýðir eins og áður segir að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín djúpt inn í kvikuhólfi Kötlu. Enginn önnur virkni hefur mælst í Kötlu í dag. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur verið að eiga sér stað í sumar og síðustu ár. Það má búast við því að þessir jarðskjálftar haldi áfram næstu daga til vikur.