Jarðskjálftar nærri Jan Mayen

Í dag (01-September-2015) urðu tveir jarðskjálftar nærri Jan Mayen. Fjarlægðin frá Íslandi er í kringum 360 km. Það er hugsanlega jarðskjálftahrina í gangi á þessu svæði en vegna fjarlægðar frá næsta jarðskjálftamælaneti þá er ólíklegt að hrinan muni mælast. Þessir jarðskjálftar komu ekki fram á NORSAR jarðskjálftamælanetinu.

150901_2105
Jarðskjálftarnir áttu sér stað þar sem grænu stjörnurnar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar voru með stærðina 3,3 og 3,5. Óvíst er með dýpi þar sem að þessir jarðskjálftar eiga sér stað mjög langt frá mælaneti Veðurstofu Íslands. Engir litlir jarðskjálftar mælast á þessu svæði vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum, bæði hjá Íslandi og Noregi. Það er engin byggð í nágrenni við þetta svæði (innan við 100 km).