Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.