Yfirlit yfir virkni á Íslandi í viku 41

Vika 41 var mjög róleg á Íslandi miðað við síðustu tvær vikur á Íslandi. Hérna er yfirlit yfir það sem var að gerast á Íslandi.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Stöðug jarðskjálftavirkni hefur verið á suðurlandsbrotabeltinu síðustu viku og undanfarnar vikur. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hefur komið fram hafa verið stórir og flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru minni en 1,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu náði stærðinni 2,5.

151011_1755
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Það er rólegt í Bárðarbungu að mestu leiti þessa dagana. Jarðskjálftahrinur eiga sér ennþá stað á þessum sömu stöðum og hafa verið virkir undanfarnar vikur. Áhugaverðasti jarðskjálftinn í þessari viku varð í Trölladyngju, stærð þessa jarðskjálfta var eingöngu 0,7 en dýpið var 26,2 km.

151008_2140
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið

Í vikunni hefur verið jarðskjálftavirkni í Herðbreið. Þarna hafa ekki orðið neinir stórir jarðskjálftar ennþá, þarna geta hinsvegar orðið jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

151011_1815
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið og Herðubreiðarfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað djúpt á Reykjaneshrygg þessa vikuna. Þessi jarðskjálfti fannst ekki enda langt frá landi og hugsanlega urðu tveir jarðskjálftar á þessu svæði án þess að þeir mældust. Jarðskjálftamælirinn minn sýnir tvo jarðskjálfta með klukkutíma millibili á svipðum tíma og þessi jarðskjálfti átti sér stað.

151008_2040
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér einnig stað rúmlega 200 km frá strönd Reykjanesskaga eða rúmlega 154 km suður af Eldeyjarboða. Staðsetning þess jarðskjálfta var léleg vegna fjarlægðar frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands.