Djúpir jarðskjálftar nærri Trölladyngju (Bárðarbunga)

Aðfaranótt 15-Nóvember-2015 varð djúp jarðskjálftahrina nærri Trölladyngju. Trölladyngja er tengd eldstöðinni Bárðarbungu, samkvæmt eldgosasögunni þá gaus í Trölladyngju árið 5000 BCE. Samkvæmt sumum heimildum þá er Trölladyngja dyngja. Ég veit ekki hvað telst vera nákvæmlega rétt í þessum efnum. Óháð því hvaða tegund af eldstöð Trölladyngja er, þá er ljóst að eitthvað er í gangi þarna. Þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem þarna verður jarðskjálftahrina. Ég efa það að álagsbreytingar í jarðskorpunni þarna séu að valda þessum jarðskjálftum vegna þess að kvikuhólf Bárðarbungu féll saman í eldgosinu í Holuhrauni.

151115_0550
Jarðskjálftahrinan nærri Trölladyngju. Þessi mynd er frá því klukkan 05:50. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1 og dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18 – 15 km.

Í upphafi jarðskjálftahrinunnar í Bárðarbungu, talsverðu áður en það fór að gjósa í Holuhrauni. Þá fór kvikuinnskot í áttina að Trölladyngju, það kvikuinnskot hinsvegar stoppaði og gerði ekkert meira þar sem það fór. Kvikuinnskotið tapaði orku eða varð fyrir hindrun sem það komst ekki í gegnum og stoppaði í kjölfarið á þessu svæði.

140817_1645
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og nærri Trölladyngju í Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140818_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og nærri Trölladyngju í Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá hverjar eru líkunar á eldgosi á þessu svæði. Það er ekki ennþá næg jarðskjálftavirkni á þessu svæði ennþá til þess að kvikan sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Hinsvegar er ekki ljóst hvaða áhrif rekið sem þarna er hafið mun hafa áhrif á þetta, það gæti hleypt meiri kviku inná þetta svæði og jafnvel komið af stað eldgosi þarna og jafnvel hraðað upp atburðarrásinni umtalsvert. Það er mjög erfitt og jafnvel ómögulegt að vita hvað gerist þarna, þannig að mikið af þeim hugmyndum sem ég set fram um hvað gæti gerst þarna eru getgátur. Hvað síðan gerist þegar atburðarrásin fer af stað gæti verið allt annað en það sem hugmyndir segja til um, aðeins tíminn mun sýna hvað mun gerast nærri Trölladyngju í framtíðinni.