Ný jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (16-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,5 km og líklega vegna spennubreytinga í jarðskorpunni, frekar en kvikhreifingum á þessu svæði. Jarðskjálftinn átti sér stað í suð-austur hluta öskju Bárðarbungu.

151116_1920
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu þann 16-Nóvember-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera örlítil aukning í jarðskjálftum í Bárðarbungu þessa stundina. Það er ekki vitað afhverju það á sér stað. Þó svo að eldgosinu hafi lokið í Holuhrauni, þá hefur ekki dregið mikið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Samkvæmt fréttum í dag, þá ætlar Veðurstofan að hafa auga með virkninni í Bárðarbungu vegna þeirra breytinga sem þar eru að eiga sér stað.