Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (27-Nóvember-2015) urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Þarna hafa orðið jarðskjálftahrinur áður á þessum sama stað, það bendir sterklega til þess að kvika sé að safnast þarna saman undir austur hluta öskju Kötlu. Síðast átti sér jarðskjálftahrina á þessu svæði í Kötlu í September (ef mitt minni er rétt). Kvikan er að safnast saman þarna á 20 – 28 km dýpi, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að þessi kvikusöfnun sé að auka hættuna á eldgosi í Kötlu eins og stendur.

151128_0015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu þann 27-Nóvember-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að spá til um það hvort að það verði frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er alveg möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessu svæði.