Lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-Desember-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og þarna fór enginn jarðskjálfti yfir stærðina 2,0. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna hafi verið á breytingar að eiga sér stað í jarðhitakerfum í Torfajökli.

151203_1910
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi tegund af jarðskjálftavirkni á sér stað í Torfajökli vegna þess að kvika stendur mjög grunnt í eldstöðinni. Ég reikna ekki með nein frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna.