Jarðskjálftar í Heklu

Síðustu nótt (11-Janúar-2016) urðu litlir jarðskjálftar í Heklu. Enginn af þessum jarðskjálftum náði stærðinni 2,0.

160111_1600
Jarðskjálftarnir í Heklu (til hægri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur virkni kom þarna fram í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Engin breyting hefur orðið á óróa síðustu 24 klukkutíma síðan þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Eins og þetta lítur út núna þá virðast þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í spennubreytingum í Heklu og á þessu svæði.