Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (12-Janúar-2016) hófst jarðskjálftahrina á suðurhluta Tjörnesbrotabeltsins. Jarðskjálftahrinan var mjög lítil að stærð og stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þarna voru minni að stærð. Þessa stundina hafa 92 jarðskjálftar mælst og síðustu klukkutímana hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni. Hugsanlegt er að virknin í jarðskjálftahrinunni aukist aftur, það er hinsvegar möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrinan hætti alveg.

160113_1710
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu, þannig að ég skrifa oft um þetta svæði. Þarna geta orðið eldgos (samkvæmt sögulegum gögnum), það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að það sé raunin núna. Það er hætta á sterkari jarðskjálftum á þessu svæði eins og stendur. Fyrir 40 árum síðan varð jarðskjálfti með stærðina 6,0 á þessu svæði (aðeins austar miðað við núverandi jarðskjálftahrinu), fréttir af þessum jarðskjálfta fyrir 40 árum síðan er að finna hérna.