Staðan á Tjörnesbrotabeltinu þann 15-Janúar-2016

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 219 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessum tíma hafði stærðina 3,2 með dýpið 6,2 km. Dýpi jarðskjálftanna þýðir að hérna er um að ræða brotajarðskjálfta og að þeir eigi ekki upptök sín í kvikuhreyfingum. Það er ekkert sem bendir til þess að það muni breytast.

160115_1405
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ný jarðskjálftahrina er einnig hafin sunnan við jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 12-Janúar-2016. Sú jarðskjálftahrina er ennþá mjög lítil en mjög þétt í fjölda jarðskjálfta sem hafa mælst. Báðar þessar jarðskjálftahrinur eru litlar eins og stendur. Það misgengi sem þessi jarðskjálftahrina á sér stað á færist um 20mm/ári í hægri handar hreyfingu. Rekið er 5mm/ári. Árið 2013 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina á nákvæmlega sama misgengi (hægt er að lesa um það hérna og um upptök jarðskjálftahrinunnar hérna). Það er ekki hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar verði á þessu misgengi. Þar sem núverandi jarðskjálftavirkni útilokar það ekki.