Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 03/2016)

Í dag (20-Janúar-2016) klukkan 13:05 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina kom mér ekki á óvart þar sem ég hafði búist við henni vegna vísbendinga sem ég sá þann 17 og 18 Janúar (nánar neðar í greininni). Ég var ekki viss um hvort að þessi jarðskjálftahrina mundi eiga sér stað.

160120_1915
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu þann 20-Janúar-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,6 og er það aukning í stærð jarðskjálfta sem varð í Bárðarbungu fyrir tveim vikum síðan á sama svæði. Það lítur út fyrir að þessi jarðskjálfti hafi myndast vegna kviku undir miklum þrýstingi (það eru einkennandi lágtíðni í þessum jarðskjálfta).

von.svd.20.01.2016.at.19.04.utc
Óróaplottið á Vonarskarð SIL stöðinni, sem er næst Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef tekið eftir og látið Veðurstofu Íslands vita af þessu fyrir nokkrum dögum síðan. Nokkru áður en jarðskjálftahrina verður þá verður breyting á óróanum á Vonarskarði á 2 – 4Hz. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum núna. Síðast gerðist þetta 17 og 18 Janúar. Ég er ekki viss um afhverju þetta gerist. Ein hugmyndin er sú að kvikan sé undir yfir-þrýstingi þegar það kemur inn í kvikuhólfið og það valdi því að gasið losnar úr kvikunni í kvikuhólfinu, við þetta safnast gasið efst í kvikuhólfinu og myndar þar froðu úr kviku, þegar eldgosið loksins yrði þá yrði mikið sprengigos og kvikan sem mundi myndast yrði mjög gasrík kvika (sjá hérna á ensku. Ég þekki ekki vísindanafnið á þessu fyrirbæri). Þetta er eina hugmyndin sem ég hef um það hvað gæti hugsanlega verið í gangi í Bárðarbungu. Þessi hugmynd gæti þó verið röng og er það aðeins tíminn sem segir til um það hvað mun gerast í Bárðarbungu. Þær vísbendingar sem eru að koma fram núna benda til þess að kvika sé að fylla upp kvikuhólf í Bárðarbungu, það kvikuhólf gæti verið stórt og átt talsvert pláss eftir en líklegt er að það pláss sé að verða búið mjög fljótlega miðað við aukninguna í jarðskjálftahrinum á þessu svæði. Það væri mun meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ef eldgos væri að hefjast.

Ef eitthvað meira gerist í Bárðarbungu þessa viku. Þá mun ég uppfæra þessa grein. Ef það verður eldgos, þá verður ný grein skrifuð.

Viðbót 1

Í dag (21-Janúar-2016) varð lítið kvikuinnskot í öskju Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessu kvikuinnskoti hafði stærðina 2,8 og dýpið var 2,5 km. Þetta var stutt og lítill atburður.

160121_1735
Kvikuinnskotið í öskju Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að finna út hvað þessi atburður þýðir nákvæmlega en líklegt er að kvikan sé búinn að finna veikleika í jarðskorpunni sem er í öskju Bárðarbungu. Það sem er hinsvegar ljóst er að kvikan er að reyna brjóta sér leið út með því að mynda leið upp á yfirborðið. Ef jarðskjálftar verða reglulegir þarna þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur. Þetta er annar veiki bletturinn sem hefur myndast í öskju Bárðarbungu, hinn er í norð-austur hluta Bárðarbungu og hefur verið að valda jarðskjálftum sem eru þrír eða stærri frá því í September-2015.

Grein uppfærð klukkan 01:52 þann 21-Janúar-2016. Villa í dagsetningu leiðrétt.
Grein uppfærð klukkan 21:12 þann 21-Janúar-2016.