Jarðskjálfti með stærðina 3,1 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (04-Febrúar-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þessi jarðskjálfti varð fyrir vestan Kópasker en ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst þar.

160204_1550
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Græna stjarnan er þar sem jarðskjálftinn átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu hefur núna verið í gangi í rúmlega mánuð og það virðast ekki vera nein sérstök merki þess að þessi jarðskjálftahrina muni enda fljótlega. Talsverðar sveiflur eru í jarðskjálftavirkninni, jarðskjálftavirknin eykst í smá tíma og dettur síðan niður aftur. Eftir að jarðskjálftinn með stærðina 3,1 átti sér stað þá jókst jarðskjálftahrinan aðeins í skamman tíma en minnkaði síðan aftur eftir skamman tíma. Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga.