Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (11-Febrúar-2016) klukkan 08:47 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þetta hefur hingað til verið lítil jarðskjálftahrina og aðeins hafa mælst 51 jarðskjálfti (þegar þetta er skrifað), stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð.

160211_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga er mjög dæmigerð fyrir þetta svæði. Á þessari stundu virðist sem svo að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún getur tekið sig upp aftur án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þessi jarðskjálftahrina er hinsvegar að mynda sigdal á þessu svæði hægt og rólega.