Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 06/2016 #2)

Laugardaginn 13-Febrúrar-2016 klukkan 19:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta er skráð 1,1 km. Hrina lítilla jarðskjálfta fylgdi í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum, mesta dýpi sem kom fram var í kringum 12 km.

160214_1720
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Sunnudaginn 14-Febrúar-2016 hófst jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli. Það hefur ekki ennþá almennilega komið í ljós hvað er að valda jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. Vinsæl hugmynd meðal jarðfræðinga er að spennubreytingar vegna Bárðarbungu séu að valda jarðskjálftum í Tungnafellsjökli. Ég veit ekki hvort að sú hugmynd sé rétt eða ekki, þar sem jarðskjálftavirkni hófst nokkrum árum áður en það gaus í Bárðarbungu í Ágúst-2014.