Ennþá að mestu leiti rólegt á Íslandi

Í dag (10-Mars-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan var staðsett í öskju Bárðarbungu og varð 3,2 jarðskjálftinn í norð-austur hluta öskjunnar, þar sem oft hafa orðið jarðskjálftar áður.

160310_1525
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað var minnst 0,1 km og dýpst 8,6 km. Engar breytingar hafa orðið á Bárðarbungu svo að ég viti til í kjölfarið á virkni undanfarinna vikna. Fyrir utan þessa virkni í Bárðarbungu þá er að öðru leiti lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Vegna slæms veðurs þá er næmni SIL mælakerfis Veðurstofu Íslands minni heldur þegar veður er gott.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu hérna geta gert það með þrem aðferðum. Annað hvort með því að leggja inná mig (sjá Styrkir síðuna), nota Paypal eða með því að versla í gengum mig með Amazon (Bretland). Tengla inná Amazon Þýskaland og Frakkland er að finna undir síðunni Amazon vefverslun. Takk fyrir stuðninginn.