Flutningur til Danmerkur

Þessa dagana er ég að flytja til Danmerkur og því má búast við að einhverja daga verði ég ekki fær um að skrifa greinar ef eitthvað gerist í jarðfræði Íslands. Ég mun verða í einhverju internet sambandi fram til 14-Apríl, eftir þann tíma verð ég í litlu eða engu internet sambandi fyrr en 29-Apríl.

Breytt auglýsingastefna

Ég er núna að færa flestar þær auglýsingar sem ég er með yfir á Amazon CPM. Það er vegna þess að með Amazon CPM þá fæ ég borgað fyrir flettingar, ekki bara sölu eins og er með hefðbundnar auglýsingar frá Amazon. Það að fá borgað fyrir flettingar er mikill kostur fyrir mig og eykur þær litlu tekjur sem ég hef af þessar vefsíðu umtalsvert (þær eru þó ennþá litlar). Ástæðan fyrir því afhverju ég er ekki með Google Adsense auglýsingar hérna er mjög einföld. Google hefur ekki stutt Ísland hingað til og síðan er Google Adsense með auglýsingar sem sína myndbönd og hljóð, það eru óþolandi auglýsingar að mínu áliti og því verð ég ekki með þær.