Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Stuttu eftir miðnætti varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Þetta var grunn jarðskjálftavirkni með dýpi í kringum 3 til 5 km. Nokkrir jarðskjálftar áttu sér stað á dýpinu 7 til 11 km, það bendir til kvikuhreyfinga á miklu dýpi í eldstöðinni. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð grunnt upp í jarðskorpuna núna.

160408_1240
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og á dýpinu 4,3 km. Aðrir jarðskjálftar voru minni og á mismunandi dýpi. Engin kvika náði til yfirborðs í þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftavirknin virðist hafa farið af stað vegna spennubreytinga sem eiga uppruna sinn í kvikusöfnun á miklu dýpi. Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu vikunar og mánuðina.