Jarðskjálftahrina ~125 norðan við Kolbeinsey

Þessi jarðskjálftahrina hófst einhverntímann í gær (09-Maí-2016) eða síðustu nótt (10-Maí-2016). Fyrsti jarðskjálftinn kom fram á mælum Veðurstofunnar um klukkan 01:03 UTC. Umrætt svæði er staðsett rúmlega 125 km norður af Kolbeinsey. Það er hugsanlegt að þarna hafi orðið eldgos á þessu svæði á síðustu árum (ég hef því miður ekki dagsetningu eða ár), einnig sem að eldgos á þessu svæði hefur ekki ennþá verið staðfest vegna fjarlægðar frá landi svo ég viti til. Það er mjög erfitt að vita nákvæmlega hvað er að gerast á þessu svæði núna. Jarðskjálftavirkni hefur verið að stíga undanfarin ár á þessu svæði.

160510_1345
Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði er fremur óþekkt og litlar mælingar hafa verið gerðar á því á undanförnum árum. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þetta svæði hefur verið kortlagt á undanförnum árum. Ég reikna með því að virkni muni halda áfram á þessu svæði á næstu dögum. Ef þarna verður eldgos, þá mun enginn taka eftir því vegna fjarlægðar frá næstu byggð (~200 km).

Styrkir

Ég vil endilega minna fólk á að styrkja mína vinnu. Það er hægt með tvennum hætti. Með því að styrkja mig beint með Paypal og síðan með því að versla í gegnum Amazon auglýsingarborðana sem ég er með uppi á síðunni, eða í gegnum Amazon vefverslun auglýsingarborðana sem þar er að finna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂